Sigurður Ámundason (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík. Síðan hann útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands hefur hann haldið einkasýningar víða á landinu og tekið þátt í fjölda samsýninga. Sigurður hefur framið ótal marga gjörninga, gefið frá sér bókverk og málað veggverk en hans helsti miðill er teiknun. Margt og mikið hefur áhrif á sköpunarferli Sigurðar en í fljótu bragði mætti lýsa teikningum hans sem nokkurs konar mixtúra af epískum klassískum málverkum og teiknimyndasögum.

http://sigurduramundason.tumblr.com/

// UA-80584732-1