10406986_10204780705295282_7955710432434973685_n

Jóhann Ludwig Torfason er fæddur árið 1965 og stundaði nám við grafíkdeild Myndlista og handíðaskóla Íslands 1985 – 89 og fjöltæknideild sama skóla 1989 – 90. Hann hefur haldið 14 einkasýningar ásamt þátttöku í  samsýningum og gjörningum heima og erlendis. Verk eftir Jóhann er að finna í opinberum söfnum á Íslandi. Jóhann stofnaði fyrirtækið/verkið Pabbakné árið 2005 og hefur sýnt í nafni þess síðan. Hann er einn stofnmeðlima myndasögublaðsins Gisp og hefur birt þar reglulega sögur og myndasögutengt efni frá 1990. Frá árinu 2006 hefur Jóhann verið umsjónarmaður prentverkstæðis Listaháskóla Íslands og kennt þar.

pabbakne.is

 

 

// UA-80584732-1