Ólöf Kristín Helgadóttir opnar sýningu sína Upplifun / upprifjun (saudade) í Plássi Listaverkasölunnar, að Skeggjagötu 2, laugardaginn 4. mars kl. 15.

Sýning Ólafar í Plássi er þriðja einkasýning hennar en hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum samsýningum á undanförnum árum.

___________________________________________________

Eftir útskrift í Listaháskólanum fór ég í langt ferðalag, víða um veröld. Á leið minni safnaði ég í sarpinn minningum aðallega, ljósmyndum og hlutum sem ég tengdi við.

Á ferðalagi mínu um heiminn kynntist ég orði sem erfitt er að beinþýða yfir á önnur tungumál. Þetta orð (saudade) á sér margar skilgreiningar og birtingamyndir. Meðal skilgreininga er lýsing á einhvers konar melankólískri nostalgíu, fyrir einhverju sem jafnvel hefur aldrei verið. Orðinu fylgir þó vitneskjan um að hvað sem það var (eða var ekki) sé nú farið. Tilfinningin verður aldrei sú sama, upplifunin verður aldrei eins.

http://olof-helgadottir.tumblr.com/

 

Ólöfevent

// UA-80584732-1